top of page

AÐSTAÐAN

IMG_2517.jpg

HÚSIÐ

Gamli bærinn á Sóleyjarbakka er hlýlegt og notarlegt hús á einni hæð. Það er í upprunalegum stíl að hluta til en eitt og annað hefur verið endurnýjað í gegnum árin. Í húsinu er rúmgott eldhús, borðstofa, stofa, baðherbergi með sturtu, gestasnyrting og fimm svefnherbergi með rúmum eða kojum þar sem allt að 12 manns geta gist. Þvottavél, þurrkari, borðbúnaður, sjónvarp, WiFi og heitur pottur er til staðar. 

IMG_2465.jpg

HESTHÚSIÐ

Hesthúsið stendur rétt við bæjardyrnar. Það er rúmgott og snyrtilegt og var allt tekið í gegn sumarið 2019. Breiður fóðurgangur og rúmgóðar eins- og tveggja hesta stíur fyrir 30 hesta. 

T Ú N I N

Græn og grasgefin tún eru allt í kringum bæinn. Þeim er auðveldlega hægt að skipta niður í aðgengileg beitarhólf með vatni. 

bottom of page