Sóleyjarbakki
...fyrir hesta og menn
VELKOMIN
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í sveitina!
Á Sóleyjarbakka gefst fjöskyldum og vinum tækifæri til að eiga notarlegar stundir saman í einni veðursælustu sveit landsins, Hrunamannahreppi. Tilvalið fyrir hestafólk þar sem í boði er gisting fyrir allt að 12 manns ásamt topp aðstöðu fyrir hesta hvort heldur sem er inni í glæsilegu hestúsi eða úti í grænum haga.
UMHVERFIÐ
Sóleyjarbakki
Jörðin er í dag sjálfstætt býli en var á árum áður hjáleiga frá Hrepphólum. Sóleyjarbakki er meðalstór jörð vel grösug og á veiðirétt í Stóru Laxá. Í áratugi hefur skórækt hefur verið stunduð á jörðinni ásamt hrossarækt.
Hér er að finna dásamlegar reiðleiðir í allar áttir og margar af fallegegustu náttúruperlum á Suðurlandi. Örstutt er á Flúðir þar sem er úrval veitingastaða, matvöruverslun, Vínbúðin og Litla Melabúðin en þar er hægt að fá nýtt og ferskt grænmeti alla daga ásamt alls kyns varningi beint frá býli.
Á Flúðum er er einnig hin vinsæla laug "Gamla laugin" eða "Secret Lagoon" og svo margt margt fleira skemmtilegt og spennandi.
Einnig höfum við til leigu 10 nýjar og glæsilegar íbúðir á Flúðum. Hver um sig býður upp á gistipláss fyrir allt að fjóra. Nánari upplýsingar á nortia.is